24.03.2015

Knatt­spyrnumaður­inn Arn­ar Sveinn Geirs­son hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um að leika með Vík­ingi Ólafs­vík í 1. deild karla í sum­ar.
„Ég þekki klúbb­inn og þá sem standa í kring­um hann og það er allt mikið gæðafólk,“ sagði Arn­ar Sveinn „Hóp­ur­inn er spenn­andi og þar eru nokkr­ir góðir fé­lag­ar, og svo er auðvitað Ejub frá­bær þjálf­ari. Ég er virki­lega glaður að vera kom­inn aft­ur vest­ur.“

Arn­ar Sveinn lék 7 leiki með upp­eld­is­fé­lagi sínu Val í fyrra áður en hann hélt út til Banda­ríkj­anna í nám. Hann var í liðinu sem kom Vík­ingi Ólafs­vík upp í efstu deild í fyrsta skipti árið 2012 en þá lék hann 20 leiki og skoraði tvö mörk.

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013