25.02.2015

Í lok janúar mánaðar fékk Víkingur liðstyrk frá Bosníu þegar Kenan Turudija og Admir Kubat gengu formlega til liðs við félagið. Kenan sem er 24 ára miðjumaður kemur til liðsins frá Sindra en hann lék 19 leiki í 2. deildinni á síðasta tímabili ásamt því að skora 7 mörk.

Admir Kubat er 25 ára varnarmaður en hann kemur frá Rudar Kakanj í Bosníu þar sem hann lék síðast. Fyrsti leikur þeirra fyrir Víking var þann 31. janúar gegn Gróttu í Fótbolta.net mótinu sem endaði 3-2 fyrir Gróttu. Í úrslitaleik mótsins gegn HK skoraði Kenan þriðja mark Víkings sem jafnframt reyndist sigurmarkið þar sem lokatölur voru 3-2.

Kenan er ætlað að fylla skarð Eldars Masic á miðjunni sem hverfur á braut eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2010. Á hinn bóginn er Admir ætlað að gefa meiri breidd í varnarleik liðsins. Strákarnir hafa báðir farið vel af stað og verður forvitnilegt að fylgjast með framgang þeirra í sumar.

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013