29.01.2015

Miðjumaðurinn Kenan Turudija hefur gengið til liðs við Víking Ólafsvík. 
Kenan er miðjumaður en hann lék síðastliðið sumar með Sindra í 2. deildinni. 
Hann skoraði sjö mörk í 19 leikjum í deildinni og var valinn á bekkinn í lið ársins í 2. deildinni í vali fyrirliða og þjálfara. 
Kenan er 24 ára gamall en hann kemur frá Bosníu/Herzegóvínu.
Stjórn Víkingasveitiarinnar býður Kenan hjartanlega velkominn í hópinn og óskar honum velfarnaðar innan vallar sem utan.

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013