26.09.2014

Nú er þessu keppnistímabili lokið í 1. deild karla, en það endaði með vel heppnuðu lokahófi Víkings sem haldið var á Hótel Ólafsvík. Nokkrir leikmenn gerðu frábært myndband sem þeir léku sjálfir í og sló það í gegn. Farið var í stuttu máli yfir leiktímabilið og í framhaldi voru leikmenn heiðraðir.Tómasz Luba var kosinn besti leikmaður Víkings Ó 2014. Kristófer Reyes var kosinn efnilegasti leikmaður Víkings Ó 2014. Markahrókur 2014 var Eyþór Helgi Birgisson með 17 mörk, en til gamans má geta að markahrókur ársins 2003 var formaðurinn Jónas Gestur með 19 mörk. Formaður Víkingasveitarinnar færði fyrir hönd hennar stjórn Víkings veglegt gjafabréf vegna frábærrar samvinnu þetta fyrsta starfsár Víkingasveitarinnar. Mun það samstarf verða enn öflugra á næsta keppnistímabili 2015. Víkingur Ó hafnaði í 4. sæti með 36 stig en félaginu var spáð 3. sætinu. Er það frábær árangur miðað við að hafa misst frábæra leikmenn frá okkur. Jafnframt er sú vetraraðstaða sem Víkingur þarf að una við til háborinnar skammar og telja má það kraftaverk að vera þar sem Víkingur Ó er í dag.

Stjórn Víkingasveitarinnar þakkar öllum stuðningsmönnum Víkings Ó og öllum samstarfsaðilum fyrir frábært sumar, megum við verða enn öflugri að ári. Kv. Form.

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013