Fyrstur til kynningar er Kristófer Eggertsson. 

 Ég heiti Kristófer Eggertsson og er fæddur árið 1995. Ég er uppalinn í HK og spilaði með þeim þangað til ég kláraði 3. flokk. Ég skipti síðan yfir í KR vegna þess að 2. flokkur HK féll niður í C-deild. Ég spilaði síðan allan 2. flokk með KR en á seinasta árinu í 2. flokk spilaði ég einnig með KV í fyrstu deild. Núna hef ég klárað 2. flokk og ég hafði mikinn áhuga á að fara á láni frá KR til þess að spila með liði í fyrstu deild. Ég valdi Víking Ó af því ég hef mikla trú á liðinu og mér leist vel á þjálfarann og bara alla í kringum liðið. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tímabili og get ekki beðið eftir fyrsta leik í deildinni!

 

                            

                                                Annar í kynningu er miðjumaðurin Ingólfur Sigurðsson

Kæru Víkingar

Ég heiti Ingólfur Sigurðsson og er nýjasti leikmaður Víkings Ólafsvíkur. Ég verð 22 ára gamall á árinu en þrátt fyrir ungan aldur hef ég farið víða á knattspyrnuferlinum. Ég hef leikið með Val, KR, Þrótti og KV og þá hef ég þrisvar sinnum reynt fyrir mér í atvinnumennsku – tvisvar sinnum með hollenska félaginu Heerenveen og einu sinni hjá Lyngby í Danmörku.Fyrstu kynni mín af Víkingi Ólafsvík voru í raun fyrir tilstuðlan tveggja góðra vina minna sem léku með félaginu. Ég fylgdist vel með hröðum uppgangi Guðmundar Steins og hlustaði oftar en einu sinni á lofræðu hans um allt sem viðkom Ólafsvík. Arnar Sveinn lék einnig sumarlangt með Víkingum árið 2012 og mærði lífið fyrir vestan með sama hætti og Guðmundur Steinn. Ég hlakka því mikið til að ryðja þægindahringnum úr vegi og flytja í fyrsta skipti út á land.

Ég tel að með því að ganga til liðs við Víking sé ég kominn á stað þar sem ég fæ tækifæri til þess að taka framförum sem leikmaður og líða vel. Það vó þyngst í ákvörðun minni. Ég átti góð samtöl við Ejub þjálfara áður en ég skrifaði undir og er spenntur fyrir að vinna með honum. Nýir liðsfélagar mínir hafa tekið mér opnum örmum og hjálpað mér að aðlagast nýju liði. Það sama má segja um stjórnarmenn liðsins.

 

Ég hlakka til komandi tíma í Ólafsvík og ekki síst að kynnast stuðningsmönnum félagsins. Vonandi verður sumarið gæfuríkt!

 

 

Þriðji í kynningu er kantmaðurinn Brynjar Kristmundsson.

 

Sælir Víkingar

Brynjar Kristmundsson heiti ég og er ég Grundfirðingur í húð og hár. Ég flutti til Grundarfjarðar 3 ára gamall og fljótlega eftir það byrjaði ég að æfa fótbolta með liðinu. Tími minn hjá Grundarfirði var frábær og hefði ég ekki vilja alast annarstaðar upp. Sumarið 2006 var mitt síðasta hjá Grundarfirði. Þá fékk ég þann heiður að lyfta fyrsta íslandsmeistaratitli Grundarfjarðar í knattspyrnu eftir harða baráttu við mörg lið, þ.á.m. Víking Ó J Eftir sumarið bauðst mér tækifæri sem fáir 14 ára strákar fá, þ.e að flytja mig yfir til Ólafsvíkur og byrja að æfa með meistaraflokki Víkings Ó. Þetta tækifæri var mjög mikilvægt fyrir mig enda mjög mikil reynsla að fá að æfa og spila með þessum reynsluboltum sem þar voru.Ég hef upplifað margt á þessum tíma sem ég hef verið hjá liðinu. Ótrúlegt sumar 2010 þar sem liðið var nánast ósigrandi. Sumarið fræga 2012 þar sem liðið náði að tryggja sig sæti í deild þeirra bestu og að sjálfsögðu tímabilið í fyrra sem var mjög lærdómsríkt fyrir alla hjá liðinu en það ævintýri endaði ekki eins og við vildum.  


Fyrir mér er Víkingur Ó mun meira en bara fótboltalið sem ég spila með. Klúbburinn er stór hluti af mínu lífi og hefur fólkið í kringum liðið hjálpað mér mjög mikið, bæði í því að bæta mig sem fótboltamann og stutt við bakið á mér bæði á góðum tímum og erfiðum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur.

Í lokin vil ég hrósa ykkur Víkingasveitinni fyrir frábæran stuðning og get ég ekki beðið eftir því að sjá ykkur á vellinum í sumar.

Áfram Víkingur Ó.

 

 

 

Fjórði í kynningu er miðju og Bakvörðurinn  Emir Dakara.

 

Hi Vikingar

My Name is Emir Dokara and i was born on the 11.September 1986 in Sarajevo,Bosnien and Herzegovina!

I´m the second oldest of three (my younger brother is my twin) and a 1 Year older brother.We are the children of Hajrudin and Suhra Dokara!

My first football steps i made in Germany at the age of 7 because with 5-6 years we had to flee to Germany because of the War which was about to break out in Bosnien and Hercegovina....My dad sent us three and my Mom to Germany to my aunt,where we would be safe but he stayed behind to defend our country....he joined us in Germany a few years later when the war was almost over in Bosnien.....

My first club was FC 09 Ueberlingen where me and and my twin brother made our first football steps while our older brother was in an another club,where we two,on the behalf of our dad,would change soon too....

Total i changed just 1 club while i was in Germany til the age of 11 when i went back to Sarajevo,because the war was over.....Back in Sarajevo i joined for,1-2 years 

 

 

Fimmti  í kynningu er  miðjumaðurinn Kristófer Jacobson Reyes

 

Ég heiti Kristófer Jacobson Reyes og er fæddur árið 1997. Ég hef allt mitt líf búið í Ólafsvík. Mamma mín heitir Anna og pabbi minn heitir Kristófer. Mamma er frá Sauðárkrók en pabbi kemur frá Filippseyjum. Ég á eins eldri systir sem heitir Katrín.

 

Ég kynntist fótbolta í fyrsta skiptið með æskuvini mínum Ármanni Erni. Í garðinum hjá honum spiluðum við oft og þar kviknaði áhuginn minn á fótbolta. Einn daginn þegar við vorum ekki nema 5-6 ára þá dró hann mig með sér á fótboltaæfingu. Þegar ég var kominn á æfingu var ég stressaður því þetta var allt svo nýtt fyrir mér. Þegar hálf æfingin var liðin og ég var ekki búinn að standa mig vel eða skilja hvað við áttum að vera gera kom Ejub til mín og skammaði mig. Að sjálfsögðu vildi hann að allir gerðu æfingarnar rétt til þess að bæta sig en ég var mjög viðkvæmur og fór heim grátandi, þar endaði fyrsta fótboltaæfingin mín. Eftir það leið um það bil ár áður en ég mætti aftur á æfingu. Þegar ég var 7 ára byrjaði ég svo að æfa fótbolta í Ólafsvík. Ég hef alla tíð æft og spilað með Víking Ólafsvík/Víking Reyni/Snæfellsnes en eitt sumar tók ég þátt á Króksmóti með Tindastól. Nú í vetur skrifaði ég í fyrsta skiptið undir samning við Víking og framundan eru spennandi tímar. Ég er búinn að kynnast strákunum mun betur og hlakkar til sumarsins. Ég vonast til þess að sjá sem flesta á bæði heima og úti leikjum okkar vegna þess að stuðningur ykkar er ómetanlegur.

 

 

 

Sjötti í kynningu er kantmaðurinn Vignir Snær Stefánsson

 

Komið sæl

 Vignir Snær Stefánsson heiti ég og fæddist ég í Reykjavík þann 26 október árið 1996. Ég er annað og yngsta barn þeirra Stefáns Smára Kristóferssonar og Hrefnu Rutar Kristjánsdóttur. Ég á eina eldri systur og heitir hún Steinunn. Alla tíð höfum við átt heima í Ólafsvík en þar ólst pabbi minn upp og ákváðu foreldrar mínir þá að setjast hér að.

Seinasta árið mitt í leikskóla byrjaði ég svo að æfa fótbolta og hreifst strax af íþróttinni og félaginu. Næstu ár spilaði ég svo undir merkjum Víkings Reynis en það átti eftir að breytast. Árið 2003 kom svo Ejub hingað vestur sem gjörbreytti öllu til góðs og varð þá mikil breyting á bæði meistaraflokki og yngri flokkum félagsins. Eftir komu hans var farið á mörg mót og oftar en ekki enduðum við sem sigurvegarar á þeim. Þegar Víkingur Ólafsvík skráði sig svo til leiks árið 2003 man ég eftir mér sem bolta sækir að horfa á fyrirmyndir mínar spila og óska þess að ég gæti verið í þeirra sporum einn daginn. Að fá að sjá svo félagið fara upp um tveir deildir á einungis tveimur árum ýtti ennþá meira undir það að vilja feta í fótspor þeirra og það var þá sem ég vissi hvað ég vildi gera. Í 5 flokki varð mikil breyting á og var ákveðið að sameina öll liðin á nesinu í eitt sem bar nafnið Snæfellsnes. Undir þeim merkjum hefur maður svo spilað í gegnum tíðina og fengið að upplifa margar góðar minningar með því að hafa fengið að ferðast í kringum allt land og spilað fótbolta. Þeir tímar voru mjög skemmtilegir og lærdómsríkir og vonast ég eftir þess að fleiri góðar minningar munu bætast í hópinn næstu ár.

Nú hefur þó tíminn liðið og er ég kominn á það stig að fá að æfa og spila með mörgum sem ég hef alla tíð litið upp til og finnst mér það mikill heiður. Ég á þó enn tvö ár eftir í öðrum flokk og ætla ég þá að nýta tíman vel til þess að verða enn betri og vera þolinmóður að bíða eftir að fá enn fleiri og stærri tækifæri til þess að sýna hvað í mér býr.

Að lokum vil ég þakka fjölskyldu minni, þjálfurum og stjórn Víkings fyrir að hafa trú á mér og gefa mér þau tækifæri sem ég hef fengið. Einnig vil ég þakka stuðningsmönnum fyrir að standa svona þétt við bakið á liðinu og má félagið vera stolt af því hversu margir leggja félaginu lið. Félagið er mjög heppið að hafa svona gott fólk í kring sem leggur á sig mikla vinnu og eiga þau mikið hrós skilið. Ég ætla svo að ljúka þessu á því segja frá því hvað mér finnst það mikill heiður að fá að vera hluti af þessu félagi og ég get ekki annað sagt en að mig hlakkar mikið til komandi ára til að takast á við nýjar áskoranir bæði sem einstaklingur og hluti af liðinu.

Framtíðin er björt, ÁFRAM VÍKINGUR! 

 

 

 ​

 

 

 

 

Sjöund í kynningu er varnarmaðurinn Tomasz Luba.

 

Hi Vikingar.My name is Tomasz Luba .I was born 18 november 1986 in Grajewo in Poland but city when I was living all my life was Lomza.I have 2 younger brothers Adam 24 and Wojciech 22years old.I start play football in 6 years old.I played for team name LKS Lomza.I played for LKS every category age from the youngest group until the last group name junior old.After this group I got chance practise with senior team LKS.After few weeks practise with them I sign my first profesional contract I was 18 years old.LKS was this time in 3division in Poland.Slowly I start building my position in team.After 1 year finally I was starting player.In the season 2005/2006 we made pomotion to 1 div what was big thing fo team and city.WE played there 2 seasons but after this my club start have financial problem.Our main sponsor just leave team because he could not find agreement with the city what was owner team.In the season 2007/2008 I was borrow to team name Wisla Plock.This team was fighting for pomotion to premier division.we didnt reach this andafter I musted come back to LKS.Like I said LKS had many problems and didnt pay few month contract.I had with them long contract and I knowed they can not pay on time.I decide leave football and find good job.My friend call my one day and ask if I want come to him and work in Iceland.I did it.After 1 year break from football I decide try again come back to play but in Iceland.I played 5 month for Reynir Sandgerdi and after season call me coach Ejub Purisevic and ask if I want come to Vikingur......Iam already in Olafsvik 5 seasons.I think team in this time made many good things and I can be happy I could play and help for team on this time.I hope the best for Vikingur is still before us what I wish for you and me.I want also say thank you for you dear supporters because you are always with the team doesnt metter how is result.In my opinion you are the best supporters in Iceland.Thank you and see you on the stadion.Afram Vikingur

 

                                           

                                           Áttundi  í kynningur er  Guðmundur Reynir Gunnarsson

Ég heiti Guðmundur Reynir og er fæddur árið 1989. Ég hef spilað í KR nánast allan minn feril en var þó á samningi hjá GAIS í Svíþjóð í tvö ár, 2009-2010. Eftir tímabilið í fyrra ætlaði ég svo að taka mér smá frí frá fótbolta en snerist hugur í byrjun árs og ákvað að prófa eitthvað nýtt. Því er ég nú kominn til Ólafsvíkur og mun spila fyrir Víkinga í sumar. Þetta hefur byrjað vel hér í Ólafsvík og ég er gríðarlega spenntur fyrir sumrinu!

 

 

 

 

 

 

 

 í kynningu er Miðjumaðurinn Kristinn Magnús Pétursson

Góðan og blessaðan daginn. Ég heiti Kristinn Magnús Pétursson og er fæddur 9. febrúar 1996. Ég er örverpi þeirra Péturs Kristinssonar og Katrínar Gísladóttur. Ég á einn bróður, Birgi, sem er fæddur 1991. Ég er fæddur og uppalinn í fegursta bæ norðan miðbaugs, Stykkishólmi. Ég hóf knattspyrnuferilinn með stórveldinu Snæfelli þegar ég var sex vetra gamall. Áhuginn á fótboltanum kom eftir að ég hafði fylgst með HM 2002 og safnað fótboltaspilum af krafti. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ég æfði og spilaði á héraðsmótum með Snæfelli þangað til í sjötta flokki, þegar Snæfellsnes-samstarfið var stofnað. Ég hef spilað undir merkjum Snæfellsness síðan þá og upplifað heilmikið með því frábæra félagi.

Árið 2011 fékk ég síðan tækifæri til að byrja að æfa með meistaraflokki Víkings og hef ég lært mikið á þessum tíma með liðinu. Ég hef mikla trú á félaginu, stuðningsmönnum og öllum sem að félaginu koma og ég trúi því að við munum ná langt í sumar.

Ást, friður og áfram Víkingur.

 

 

Þrettándi í kynningu er Miðju og Varnarmaðurinn Alfreð Már Hjaltalín.

Sælir Víkingar,

Ég heiti Alfreð Már Hjaltalín og er fæddur í Stykkishólmi 26. júní 1994 en þar hef ég búið alla mína ævi. Ég er sonur hjónanna Jóns Inga Hjaltalín og Eddu Sóleyjar Kristmannsdóttur og á ég eina eldri systur og eina yngri, ég er sem sagt miðjubarn. Þegar ég var 5 ára byrjaði ég að æfa fótbolta í Hólminum en þegar ég var kominn upp í 4. flokk var æfingum fyrir mig farið að fækka og fótboltaáhuginn í Hólminum farinn að minnka. Það sumar var mér boðið að byrja að æfa með KR sem ég þáði. Eins og gefur að skilja gat verið erfitt fyrir mig að komast á æfingar í Reykjavík en ég fór oft með flutningabílum suður á æfingar og gisti þar og kom svo heim daginn eftir. Eftir þetta ævintýri kom Ejub á tal við mig og mömmu og vildi að ég kæmi að æfa með Mfl. Víkings og úr varð að ég gekk til liðs við Víking Ólafsvík árið 2010. Það sumar var liðið nánast óstöðvandi og upplifði bikarævintýrið. Þetta ár skrifaði ég undir minn fyrsta samning við félagið og sé ég alls ekki eftir þeirri ákvörðun í dag  en frá þeim tíma  hef ég farið með liðinu upp í 1. deild og alla leið upp í Pepsi-deildina í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Eftir gott gengi sumarið 2012 þegar við lentum í 2. sæti í 1. deildinni og komumst upp í efstu deild var ég boðaður í úrtakshóp fyrir undankeppni EM hjá U-19 ára landsliðinu og komst í lokahóp og fór með liðinu til Króatíu haustið 2012. Fyrsta árið sem ég æfði með meistaraflokknum gat stundum verið erfitt að komast á æfingar til Ólafsvíkur þar sem það var ekki alltaf hægt að skutla mér. Þá fékk ég far hjá rútubílstjóra FSN skólarútunnar til Grundarfjarðar  frá Hólminum og fór þaðan með skólarútu FSN til Ólafsvíkur og fékk síðan far heim með póstbílnum eftir æfingar. Þetta breyttist síðan allt sumarið 2011 þegar ég fékk bílpróf en þá varð strax mun auðveldara að komast á æfingar.

Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir ómetanlegan stuðning seinustu árin og vona ég að þið haldið honum áfram í sumar og ég sjái sem flest ykkar bæði á heima- og útileikjum okkar J

                           

                                                Fjórtándi í kynningu er Varnarmaðurinn Admir Kubat

 

 

My

name is Admir Kubat. I was born 15.05.1989. in Kakanj. A small industrial town in Bosnia and Herzegovina. Play football since I was seven and I played in all the youth categories in FK Rudar Kakanj. In Víkingur Ólafsvík I come from FK Rudar Kakanj,Bosnia and Herzegovina. Here I come with ambitions to progress in my career and placement in the Premier divizion with Víkingur Ó.

 

 

 

                                  

 

                                                 Fimmtándi í kynningur er Miðjumaðurinn  Kenan Turudija

 

I kenan turudija .. I was born on 24.06 1990 in Kakanj Bosnia and Herzegovina .. I started to play football than six years in Kakanj Bosnia and Herzegovina in the club fk.rudar kakanj .... age 21, I moved to Gradina with whom I chested premier league Bosnia and Herzegovina .. my first time on the island was in Sindri Hoffn where I was beautiful .... in Olafsvik I came to get ahead in his career as may ..and of course to help the club as much as I can. .for now I had a blast here they are all great and I am glad that I came ..

 

 

 

                                                                                               

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                            

                                                     Miðjumaðurinn Björn Pálsson

 

Sælir Víkingar,
ég heiti Björn Pálsson, 27 ára gamall, lögfræðingur, knattspyrnumaður og Víkingur.

Ég byrjaði snemma í boltanum. Hef sennilega verið um 5 ára gamall og lagðist þessi fótboltaveira þungt á mig. Hún er mitt helsta áhugamál og sé ég ekki fram á að losna við þessa góðkynja veiru í þessu lífi í það minnsta.

Ég er borinn og barnfæddur á Höfn og fannst mjög gott að alast upp á þeim fallega stað. Ég spilaði nánast undantekningalaust með félaginu mínu þar, Sindra, að undanskildu sumrinu 2004 þegar ég ákvað að breyta til og dvaldi í Reykjavíkinni yfir sumartímann og var þá á mála hjá Víkingi Reykjavík. Fyrir dvölina í Reykjavík spilaði ég með Sindramönnum í 3. deild en síðustu tvö árin í 2. deild. Árin í 2. deild, 2006 og 2007, voru bæði súr og sæt. Ég bar fyrirliðaband liðsins tímabilið 2007 og fékk einnig þann mikla heiður að vera valinn leikmaður ársins 2006 og 2007.

Eftir býsna slaka stigasöfnun í 2. deild með Sindramönnum ákvað ég að tími væri kominn til að breyta til. Annaðhvort að hætta þessu bara eða reyna mig hjá öðru liði.
Upp í hendurnar á mér flaug þá tækifærið að ganga til liðs við Stjörnuna sem var í raun mikil tilviljun því Sindramenn höfðu frumkvæði að því að ég æfði með þeim á meðan ég bjó í Reykjavík og stundaði námið og þannig byrjaði boltinn að rúlla. Stjarnan var samt ekki eini möguleikinn í stöðunni á þeim tíma því Víkingur Ólafsvík, með Ejub í fararbroddi, sýndu mér líka áhuga og spilaði ég meira að segja æfingaleik með þeim í desember 2007 minnir mig. Þrátt fyrir nokkur (og sum hver löng) símtöl við Ejub á þeim tíma þá ákvað ég að það væri betra að ganga til liðs við Stjörnuna.

Ég sé alls ekki eftir því að hafa gengið til liðs við Stjörnuna á þessum tímapunkti. Við fórum beint upp í efstu deild það sumarið (2008) með góðum lokaspretti í deildinni og hefur félagið verið á mikilli uppleið allt frá þeim tíma. Ég spilaði nánast alla leiki liðsins og sömuleiðis fyrsta árið okkar í efstu deild. Sumarið 2010 var afar kaflaskipt, annars vegar fyrstu sjö leikir tímabilsins þar sem ég spilaði ekki eina mínútu og svo síðustu 15 leikirnir sem ég spilaði alla frá upphafi til enda. Sumarið 2011 taldi ég að tækifærin væru orðin of lítil og ég þyrfti á breytingu að halda.

Um mitt það sumar hafði Ejub samband við mig og taldi mig á að ganga til liðs við Víking. Aftur kom annað lið þó til greina en mér fannst Víkingur vera meira spennandi kostur og strax eftir fyrsta leik sá ég að þetta var rétt ákvörðun hjá mér. Við enduðum tímabilið býsna vel, í 4. sæti, sem var besti árangur liðsins frá upphafi.

Ég var samt enn samningsbundinn Stjörnunni veturinn eftir þetta og planið mitt var enn að reyna að brjóta mér leið inn í byrjunarliðið þar. Allt var þó við sama heygarðshornið og ég naut mín ekki nógu vel fótboltalega séð. Þetta varð svo til þess að ég talaði við aftur við Ejub og Stjörnumenn féllust á að lána mig til Víkings. Við tók svo tímabil sem við munum öll eftir. Héldum góðu jafnvægi nánast allt tímabilið og enduðum á að fara sannfærandi upp í efstu deild eftir nokkra ógleymanlega leiki, t.d. á Ísafirði, Akureyri og svo að sjálfsögðu lokaleikurinn á móti nöfnum okkar úr Reykjavík með tilheyrandi hátíð um kvöldið.

Eftir þetta tímabil kom í raun ekki neitt annað til greina en að ganga endanlega til liðs við Víking. Ég sagði upp vinnunni í Reykjavík, pakkaði ofan í tösku og flutti til Ólafsvíkur.

Tímabilið í efstu deild var eins og það var. Mjög lærdómsríkt fyrir félagið og gaman að vera hluti af því að skrifa nýja kafla í sögu félagsins. Gaman að ná góðum úrslitum í mörgum leikjum en líka svekkjandi að ná ekki betri úrslitum í mörgum leikjum.

Við okkur blasir því 1. deildin núna í sumar. Í henni eru mörg góð félög og mörg þeirra ætla sér að fara upp um deild. Þetta verður spennandi sumar reikna ég fastlega með og við Víkingar ætlum okkur að reyna að vera hluti af þeirri baráttu. Ég veit að það er hægt en ég veit líka að það verður erfitt með alla þessa samkeppni frá hinum félögunum.

Að lokum langar mig að segja að Víkingur er að mínu mati mjög ríkt félag. Ekki endilega í peningalegum skilningi en mannauðurinn innan Víkings er ómetanlegur. Án alls þessa frábæra fólks sem leggur sín lóð á vogarskálarnar væri ekki til neitt sem heitir Víkingur Ólafsvík. Og þarna á ég við alla sem gera eitthvað, stórt eða smátt. Mér finnst að fólk megi vita að við leikmennirnir finnum fyrir þessu. Við finnum velviljann og hlýjuna í öðrum Víkingum, við heyrum hvatningarhróp ykkar á vellinum og við erum þakklátir þegar fólk gefur af sér til Víkings á einn eða annan hátt.
Ég hlakka til sumarsins og hlakka til að sjá sem flesta á vellinum í sumar.

Víkingskveðja!
Björn Pálsson

 

 

 

 

 

 

                                                                                        

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013