1. grein | nafn /heimili                                                                                                                                                                1. Nafn stuðningsmannafélags Víkings Ólafsvík er Víkingasveitin.

 

2. Heimili stuðningsmannafélagsins mun fylgja formanni þess og því skráð á heimilisfang formanns hverju sinni.

 

---

 

2. Grein | Tilgangur                                     

1.  Tilgangur stuðningsmannafélagsins er að tryggja markvissan og öflugan stuðning við knattspyrnulið Víkings Ólafsvík jafnt innan sem utan vallar.                                                                                                                                           

 

2. Stuðla að góðri samvinnu við Stjórn Víkings Ólafsvík og hjálpa henni að fremsta megni sé þess óskað. (Sjá einnig 5 gr. um Tengilið stuðningsmanna).

 

---

 

3. Grein | upplýsingamiðlun

1. Stuðningsmannafélagið einsetur sér að miðla upplýsingum inn á heimasíðu stuðningsmanna-félagsins tengda knattspyrnuliði Víkings Ólafsvík, má þar t.a.m. nefna:

·        Upplýsingar um leikmannamál Víkings.

·        Upplýsingar um leiki og stöðu í þeim mótum sem Víkingur tekur þátt í.

·        Veita upplýsingar um skipulagðar ferðir og viðburði á vegum stuðningsmannafélagsins á bæði heima- eða útileikjum.

---

4. Grein | Stjórn

1. Verkefni stjórnar Víkingasveitarinnar  er að stýra stuðningsmannafélaginu samkvæmt ákvæðum samþykkta þessara sem hér koma fram.

 

2. Aðalstjórn skal skipuð 8 til 10  mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og  meðstjórnendum , ásamt 2 varamönnum.

 

3. Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi félagsins og skal formaður kosinn sérstaklega. Hreinan meirihluta þarf til þess að hljóta kosningu.

 

4. Stjórnin fer með mál stuðningsmanna og kemur fram fyrir hönd þess.                                                                                 

 

5. Stjórn félagsins skal heimilt að kveða sér til aðstoðar einstaka félaga til afmarkaðra verkefna, nefndarstarfa og þess háttar.                                                                                                                                                                              

 

6. Að halda utanum fjármál stuðningsmannafélagsins (sjá nánar í 6. grein).

 

---

 

5. Grein | Tengiliður stuðningsmanna

1. Stjórn stuðningsmannafélagsins skal á hverju ári tilnefna einn meðlim sem tengilið.

 

2. Hlutverk tengiliðs eru eftirfarandi:

·        Tengill milli knattspyrnufélagsins og stuðningsmanna liða þess, ábyrgur fyrir upplýsingagjöf til allra viðeigandi aðila.  Brúar bilið milli stjórnenda félagsins og stuðningsmanna.  Kemur sjónarmiðum stuðningsmanna á framfæri.

·        Þarf að þekkja siði og venjur helsta stuðningsmannahóps og njóta trausts bæði stuðningsmannanna og fulltrúa félagsins.

·        Sækir reglulega boðaða fundi hjá stjórn félagsins, og hefur samstarf við öryggisstjóra (og aðra aðila ef við á, s.s. lögreglu) um gæslu og öryggisatriði.

·        Hefur samband við tengiliði stuðningsmanna hjá öðrum félögum fyrir leiki til að afla upplýsinga og veita upplýsingar um fyrirætlanir og venjur stuðningsmanna liðanna.

 

---

 

6. GREIN | REIKNINGSSKIL

1. Semja skal ársreikning fyrir stuðningsmannafélagið þar sem rekstur félagsins er gerður upp ár hvert.

 

2. Ársreikningur skal gerður samkvæmt lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju. Hann skal sýna yfirlit um rekstur og framkvæmdir á reikningsárinu og efnahagsreikning í lok reikningsárs ásamt skýringum.

 

3. Ársreikningur skal samþykktur á aðalfundi af stjórn og meðlimum félagsins.

 

---

 

7. GREIN | AÐALFUNDUR

1. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir hvert tímabil og áður en það hefst.  Til aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara í almennri auglýsingu á heimasíðu félagsins.  Aðalfundur telst löglegur, sé löglega til hans boðað.

 

2. Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir félagsmenn er náð hafa 16 ára aldri.

 

3. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1)      Fundur settur

2)      Kosinn fundarstjóri og fundarritari

3)      Flutt skýrsla aðalstjórnar og einstakra deilda frá síðasta ári

4)      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar aðalstjórnar og einstakra deilda félagsins, ásamt heildarreikningi fyrir allt félagið

5)      Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu aðalstjórnar, deilda og reikninga

6)      Lagabreytingar

7)      Kjör aðalstjórnar

a.      formaður til eins árs

b.      stjórnarmenn til eins árs

c.      varastjórnarmenn til eins árs

d.      endurskoðendur til eins árs

e.      varaendurskoðendur til eins árs

8)      Önnur mál

---

8. GREIN | GILDI

Lög þessi taka gildi frá og með 17. nóvember 2013. Verði gerðar lagabreytingar munu eldri lög félagsins úr gildi falla.

---

 

Ólafsvík 17. nóvember 2013

___________________________________________

 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013