Ólafsvík 3.janúar 2014

Til Stjórnar Knattspyrnufélags Víkings

Stjórn Víkingasveitarinnar fer þess á leit við stjórn Víkings að allir boðsmiðar á leiki verði lagðir af.

 

- Rök -

Það er ekki samasemmerki við það ef þú vinnur fyrir eða styrkir félagið að þú fáir fyrir það frímiða. Gildir það jafnt yfir það hvort menn fari á sjó, vinna á fótboltavelli eða styrkja félagið með peningum.

 

Framangreindir hlutir eru gerðir í þágu félagsins og ef menn fá svo frímiða í staðinn teljum við ekki að um sjálfboðavinnu sé að ræða. Þetta geta verið nokkur hundruð þúsund sem fara í súginn sem hægt er að nýta með öðrum hætti í þágu félagsins.

 

Teljum við í Stjórn Víkingasveitarinnar að þeir sem verða móðgaðir ef þeir vita að þeir fái ekkert fyrir sitt framlag að um sé að ræða laun í formi miða en ekki sjálfboðavinnu.

 

Við í stjórn Víkingasveitarinnar erum allir tilbúnir að vinna fyrir félagið án þess að fá miða á leikina, þá fyrst getum við kallað þetta sjálfboðavinnu/gjafavinnu í þágu Víkings Ólafsvík.

 

 

Fyrir hönd stjórnar,

Lárus Einarsson formaður

 

 

 

 

Fundargerð stjórnarfundar haldinn fimmtudaginn 3. janúar 2014, klukkan 16:00.

- Fundurinn er undirbúningsfundur fyrir starfsárið 2014 –

 

Mættir voru: Lárus  Einarsson, formaður, Vagn  Ingólfsson, gjaldkeri, Sigtryggur Þráinsson, Oddur Brynjarsson og Þráinn Egilsson.

 

Formaður setti fundinn.

 

1. Fundargerð 3. janúar 2014

Staðfest fundargerð stjórnarfundar 3.janúar 2014.

 

2. Fánar félagsins

Samþykkt var að Vagn  Ingólfsson tæki að sér að fá tilboð í fána stuðningsmannafélagsins hjá Margt Smátt en þeir hafa séð um fánamál Víkings. Vagn verður kominn með tilboðin fyrir næsta fund félagsins sem fyrirhugaður er í byrjun febrúar.

 

3.  Ákvörðun um ársgjald félagsins fyrir árið 2014

Rætt var fram og til baka um ákvörðun félagsgjalds. Ákveðið var að félagsgjaldið yrði 1000 kr. Þá verða í boði 3 pakkar sem Stjórn mfl. Víkings mun selja/kynna á Herrakvöldi Víkings sem haldið verður þann 1. mars n.k.

 

4.  Sölu varningur félagsins fyrir árið 2014

Lögð fram drög að söluvarningi félagsins fyrir árið 2014. Stjórnin tekur yfir sölu varnings sem stjórn Víkings hefur verið með undir höndum. Farið verður yfir lager sem til er og bætt í hann sem á vantar og nýjar vörur teknar inn. Samþykkt var að stjórnin tæki að sér að fara yfir lager og kanna stöðu hennar. Hugmyndir að nýjum vörum: regn slær, sessur með merkjum félagsins o.fl.

 

5.  Félagskort félagsmanna 2014

Samþykkt var að Þráinn Egilsson tæki að sér að fá tilboð í félagskort félagsins.

 

 

6. Önnur mál

a.   Fram kom að gossala skilaði félaginu okkar 144 þúsund krónur.

 1. Búið er að setja nýtt lógó félagsins á stafrænt prentform og kostaði það félagið 25.075 krónur sem búið er að borga.
 2. Farið var yfir hvað skal gera í stúku félagsmanna víkingasveitarinnar á Ólafsvíkurvelli en sú stúka verður merkt félagsmönnum
 3. Hvað skal gera til fjáröflunar til félagsins? Nokkrar hugmyndir komu fram og í framhaldi verða þær kannaðar nánar.
 4. Komið var inn á rútumál en fyrsti leikur okkar verður háður á Akureyri og mun stjórn Víkingasveitarinnar bjóða félagsmönnum niður greitt far.

 

Fundi slitið kl. 17:40

 

Formaður ritaði fundargerð

Lárus Einarsson

 

 

Fundargerð.

Þann 30. október s.l. var haldinn fundur hjá bráðabirðastjórn Stuðningsmanna Víkings Ólafsvík. Mættir voru þeir Oddur Brynjarsson, Þráinn Egilsson, Vagn Ingólfsson, Hákon Þorri Hermannsson og Lárus Einarsson.
Rætt var um tilgang nýstofnaðs félags og eru menn eitt sammála um að tilgangur stuðnings-mannafélagsins sé að tryggja markvissan og öflugan stuðning við knattspyrnulið Víkings jafnt innan sem utan vallar. Ennfremur að stuðla að góðri samvinnu við Stjórn Víkings og hjálpa henni að fremsta megni sé þess óskað auk annarra atriða.
Rætt var um tilvonandi heimasíðu félagsins sem er nú í vinnslu og verður formlega opnuð þann 16. nóvember næstkomandi. Í því samhengi einsetur stuðningsmannafélagið sér að miðla upplýsingum inn á heimasíðuna sem tengjast knattspyrnuliði Víkings, má þar t.a.m. nefna:
• Upplýsingar um leikmannamál Víkings.
• Upplýsingar um leiki og stöðu í þeim mótum sem Víkingur tekur þátt í.
• Veita upplýsingar um skipulagðar ferðir og viðburði á vegum stuðningsmannafélagsins á bæði heima- eða útileikjum.
Á fundinum var lögð fram útprentun á lýðræðislegri kosningu á nafni félagsins sem stuðningsmenn kusu rafrænt á netinu, ýmist á facebook eða með því að senda tölvupóst. Nýtt lén var fengið og gengið frá hugmyndum varðandi lógó félagsins. Í kjölfarið var rætt um fánamál, söluvarning, peningamál, skipulagsmál, og margt fleira.
Farið var yfir drög að lögum félagsins og þau rædd til hlítar. Í framhaldinu var stefnt á að stofnfundur félagsins verði haldin samhliða stuðningsmannakvöldi sem haldið verður laugardaginn 16. nóvember. Sama dag verður fyrri umferð riðlakeppni Íslandsmótsins í Futsal leikin í Ólafsvík (íþróttahúsi Snæfellsbæjar).
Þá verður stuðningsmannaklúbburinn formlega stofnaður og stjórn hans lýðræðislega kosin. Þar verða einnig reglur stuðningsmannafélagsins lagðar fyrir meðlimi ásamt því að nafn sveitarinnar verður kunngjört og ný heimasíða formlega opnuð.
Fundi slitið klukkan 23:15.

 

Fundargerð

Fundur var haldinn á skrifstofu Víkings í íþróttahúsi Snæfellsbæjar þann 2 nóvember kl. 12:00.

Á fundinn voru mættir frá stjórn Víkings þeir Jónas Gestur, Kristmundur Sumarliðason og Hilmar Hauksson, Gunnsteinn Sigurðsson ásamt bráðabirgðastjórn stuðningsmanna þeir Vagn Ingólfsson, Þráinn Egilsson, Oddur Brynjarsson og Lárus Einarsson, Sigtryggur Þráinsson

Á fundinum var farið yfir víðan völl og ber þar helst að nefna eftirfarandi atriði:

 • Stuðningskvöldið
  • Fyrirkomulag
  • Dagskrá
  • Staðsetning  - kemur á hreint í vikunni
 • Fjármál Stuðningsmannafélags
 • Leikmannamál Víkings
 • Aðstoð við knattspyrnudeild
 • Ýmsar hugmyndir á borð við:
  • Stuðningsmannavarning
  •  Hugmyndir starfsemi og.fl.

 

Fundi slitið klukkan 14:05. 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013