Fréttir

24.03.2015

Knatt­spyrnumaður­inn Arn­ar Sveinn Geirs­son hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um að leika með Vík­ingi Ólafs­vík í 1. deild karla í sum­ar.
„Ég þekki klúbb­inn og þá sem standa í kring­um hann og það er allt mikið gæðafólk,“ sagði Arn­ar Sveinn „Hóp­ur­inn er spenn­andi og þar eru nokkr­ir góðir fé­lag­ar, og svo er auðvitað Ejub frá­bær þjálf­ari. Ég er virki­lega glaður að vera kom­inn aft­ur vest­ur.“

Arn­ar Sveinn lék 7 leiki með upp­eld­is­fé­lagi sínu Val í fyrra áður en hann hélt út til Banda­ríkj­anna í nám. Hann var í liðinu sem kom Vík­ingi Ólafs­vík upp í efstu deild í fyrsta skipti árið 2012 en þá lék hann 20 leiki og skoraði tvö mörk.

Lesa meira

24.03.2015
Lesa meira

25.02.2015

Í lok janúar mánaðar fékk Víkingur liðstyrk frá Bosníu þegar Kenan Turudija og Admir Kubat gengu formlega til liðs við félagið. Kenan sem er 24 ára miðjumaður kemur til liðsins frá Sindra en hann lék 19 leiki í 2. deildinni á síðasta tímabili ásamt því að skora 7 mörk.

Admir Kubat er 25 ára varnarmaður en hann kemur frá Rudar Kakanj í Bosníu þar sem hann lék síðast. Fyrsti leikur þeirra fyrir Víking var þann 31. janúar gegn Gróttu í Fótbolta.net mótinu sem endaði 3-2 fyrir Gróttu. Í úrslitaleik mótsins gegn HK skoraði Kenan þriðja mark Víkings sem jafnframt reyndist sigurmarkið þar sem lokatölur voru 3-2.

Kenan er ætlað að fylla skarð Eldars Masic á miðjunni sem hverfur á braut eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2010. Á hinn bóginn er Admir ætlað að gefa meiri breidd í varnarleik liðsins. Strákarnir hafa báðir farið vel af stað og verður forvitnilegt að fylgjast með framgang þeirra í sumar.

Lesa meira

25.02.2015

Í lok janúar mánaðar fékk Víkingur liðstyrk frá Bosníu þegar Kenan Turudija og Admir Kubat gengu formlega til liðs við félagið. Kenan sem er 24 ára miðjumaður kemur til liðsins frá Sindra en hann lék 19 leiki í 2. deildinni á síðasta tímabili ásamt því að skora 7 mörk.

Admir Kubat er 25 ára varnarmaður en hann kemur frá Rudar Kakanj í Bosníu þar sem hann lék síðast. Fyrsti leikur þeirra fyrir Víking var þann 31. janúar gegn Gróttu í Fótbolta.net mótinu sem endaði 3-2 fyrir Gróttu. Í úrslitaleik mótsins gegn HK skoraði Kenan þriðja mark Víkings sem jafnframt reyndist sigurmarkið þar sem lokatölur voru 3-2.

Kenan er ætlað að fylla skarð Eldars Masic á miðjunni sem hverfur á braut eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2010. Á hinn bóginn er Admir ætlað að gefa meiri breidd í varnarleik liðsins. Strákarnir hafa báðir farið vel af stað og verður forvitnilegt að fylgjast með framgang þeirra í sumar.

Lesa meira

21.02.2015

Víkingur Ólafsvík hefur óvænt fengið Guðmund Reyni Gunnarsson til liðs við sig frá KR. 

Guðmudur Reynir tilkynnti síðastliðið haust að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna. Honum hefur nú snúist hugur og ákveðið að leika með Ólafsvíkingum í 1. deildinni í sumar. 

Guðmundur Reynir hefur fengið félagaskipti í Víking en hann kemur á láni frá KR þar sem hann var ennþá samningsbundinn í Vesturbænum. 

Hinn 25 ára gamli Guðmundur hefur skorað átta mörk í 164 deildar og bikarleikjum með KR á ferli sínum og unnið fjölmarga titla. 

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Víkingur fær frá KR í vetur en Egill Jónsson og Torfi höfðu einnig farið sömu leið. Stjórn Víkingasveitarinnar býður Guðmund hjartanlega velkominn í hópinn og óskar honum velfarnaðar innan vallar sem utan.

Lesa meira

12.02.2015

í gær gekk miðjumaðurinn knái Egill Jónsson til liðs við Víking Ólafsvík frá KR á lánssamning sem gildir út tímabilið 2015. Egill kom við sögu í 12 leikjum með KR-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar auk þess að spila tvo leiki í bikarnum. Hann hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Vesturbæjarliðinu að undanskildum níu leikjum sumarið 2012 þegar hann var lánaður til Selfyssinga.

Egill verður væntanlega í hóp Víkings sem hefur leik í Lengjubikarnum um helgina þegar liðið mætir Breiðablik og honum hlakkar til komandi verkefna með liðinu: „Ég hlakka mikið til að hitta strákana í liðinu og sjá karakterana sem ég mun fá að vinna með næstu mánuðina, innan sem utan vallar. Út frá því hefst svo vinnan og ég hef fulla trú á að í sameiningu geti náðst góður árangur í komandi verkefnum.“

Egill hittir fyrir tvo fyrrum félaga sína hjá KR þá Torfa Karl og Ingólf Sigurðsson, hjálpar ekki til að hafa nokkur kunnugleg andlit á nýjum stað? „Að sjálfsögðu hjálpar það. Þeir eru báðir virkilega góðir strákar sem og góðir vinir mínir. Ég var varla búinn að sleppa pennanum frá blaðinu þegar þeir hringdu í mig til að spjalla. Þeir tala báðir virkilega vel um liðið sem og starfsemina í kringum klúbbinn þannig að ég hlakka ekki síður til að kynnast öllum aðstandendum klúbbsins.“

Hvernig leggst sumardvölin á Ólafsvík í kappann? „Bara virkilega vel. Ég og Þorsteinn Már erum góðir vinir og maður heyrir fátt annað frá honum inn í KR klefanum en lof um Ólafsvíkina. Þannig að þó hans orð væru ekki nema að hálfu sönn ætti ég að eiga von á virkilega góðu.“

Hvers vegna Víkingur Ólafsvík en ekki eitthvað annað – var eitthvað sérstakt sem varð til þess að þú ákvaðst að koma vestur? „Eins og ég segi þá þekki ég til nokkurra stráka sem spila eða hafa spilað fyrir vestan og bera þeir liðinu allir vel söguna. Ég hafði áður heyrt af áhuga án þess að bregðast við en eftir að hafa spjallað við Ejub þá tel ég að í sameiningu geti náðst góður árangur.“

Þekkir þú eitthvað til fyrir vestan eða rennur þú bara blint í sjóinn? „Ég þekki nú ekki mikið til – Landsbyggðarstrákarnir í KR gera oft grín að mér fyrir að vera mikið borgarbarn en ég hugsa að ég muni í það minnsta gera heiðarlega tilraun til að afsanna þá kenningu með því að falla vel í hópinn fyrir vestan.“

Þú hefur áður farið á lán á ferlinum en hvaða væntingar hefur þú gagnvart þessum lánssamning? „Sú reynsla hjálpaði mér virkilega mikið og það var mikill lærdómur sem fólst í þeirri lánsdvöl, bæði að því leyti að fá nýtt umhverfi til að starfa í sem og að fá nýtt hlutverk innan liðs. Að því sögðu þá vonast ég svo sannarlega til að geta sýnt mitt rétta andlit á komandi tímabili og hjálpað liðinu að ná góðum árangri í því hlutverki sem ég fæ í hendurnar.“

Lesa meira

10.02.2015

Egill Jónsson gekk í dag í okkar raðir, en Egill kemur frá KR og verður á lánssamningi hjá okkur fram á haustið. Egill er fæddur 1991 og fór á samning hjá KR þann 13.02.2009 og er með samning hjá KR til 16.10.2016 Egill hefur spilað 55 leiki fyrir KR, jafnframt hefur hann spilað 3 landsleiki fyrir U 21 Stjórn Víkingasveitarinnar býður Agli hjartanlega velkominn í hópinn og óskar honum velfarnaðar innan vallar sem utan.

Lesa meira

29.01.2015

Miðjumaðurinn Kenan Turudija hefur gengið til liðs við Víking Ólafsvík. 
Kenan er miðjumaður en hann lék síðastliðið sumar með Sindra í 2. deildinni. 
Hann skoraði sjö mörk í 19 leikjum í deildinni og var valinn á bekkinn í lið ársins í 2. deildinni í vali fyrirliða og þjálfara. 
Kenan er 24 ára gamall en hann kemur frá Bosníu/Herzegóvínu.
Stjórn Víkingasveitiarinnar býður Kenan hjartanlega velkominn í hópinn og óskar honum velfarnaðar innan vallar sem utan.

Lesa meira

19.01.2015

Ingólfur Sigurðsson samdi í gær við Víking Ólafsvík til tveggja ára en samningur þess eðlis var undirritaður í gær eftir leik Víkings og Aftureldingar. Á síðustu leiktíð kom hann við sögu í 13 leikjum með Þrótti Reykjavík og KV í 1. deild, ásamt því að skora eitt mark fyrir hvort félag.

Ingólfur sem er uppalinn Valsari hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við og meðal annars verið á mála hjá Hollenska liðinu Heerenven og Danska liðinu Lyngby. Þá á hann einnig að baki fjóra leiki með KR-ingum í efstu deild þar sem hann skoraði eitt mark.

 

Ingólfur lék í gær með liðinu í 3-1 sigurleik gegn Aftureldingu í fotboli net mótinu þar sem Steinar Már Ragnarsson kom Víkingum yfir og Ingólfur bætti við tveimur mörkum beint úr aukaspyrnum. Ingólfur var sáttur við eigin frammistöðu enda varla ekki hægt að biðja um betri byrjun. „Sennilega ekki –  Það var virkilega gaman að taka þátt í leiknum, þrátt fyrir að hann hafi þróast einkennilega og því enn skemmtilegra að vinna. Nýir liðsfélagar mínir auðvelduðu mér leikinn með höfðinglegum móttökum og hlakka ég mikið til að kynnast þeim betur – innan vallar sem utan.

En hvers vegna skildi hann hafa valið að koma til Ólafsvíkur? Ég tel að með því að ganga til liðs við Víking sé ég kominn á stað þar sem ég fæ tækifæri til þess að taka framförum sem leikmaður og líða vel – það vó þyngst í ákvörðun minni. Ég hef augljóslega átt samtöl við Ejub og líst mjög vel á hann. Þess utan hafa tveir af mínum bestu vinum, Arnar Sveinn og Guðmundur Steinn spilað með liðinu og þegar ég ræddi við þá um möguleg vistaskipti mín hvöttu þeir mig eindregið að ganga til liðs við félagið.“

Hvernig leggst sumarið í þig? „Ég hlakka mikið til sumarsins og vonandi mun okkur ganga sem best.“

Stjórn Víkingasveitarinnar byður Ingólf hjartanlega velkominn í hópinn og óskar honum velfarnaðar innan vallar sem utan.

 
Lesa meira

31.10.2014

Talað um að erfitt sé að stía þeim sundur á æfingum

Oft hafa knattspyrnumenn utan af landi vakið athygli í íslenska boltanum. Snæfellsnes hefur ósjaldan lagt til góða fótboltamenn og oftast hafa þeir komið úr Víkingi Ólafsvík. Víkingur hefur skilað nokkrum góðum strákum núna seinni árin, en reyndar koma þeir ekkert síður frá nágrannabæ Ólafsvíkur, Grundarfirði. Þaðan koma tvíburabræðurnir Þorsteinn Már og Steinar Már Ragnarssynir. Það er Þorsteinn sem er þekktara nafn í boltanum, enda hætti Steinar í nokkur ár að iðka íþróttina og fór á sjóinn. Eftir frábært tímabil Víkings 2011, þar sem liðið vann 2. deildina með yfirburðum og komst alla leið í undanúrslit Bikarkeppninnar, fór Þorsteinn til stórveldisins í Vesturbænum, KR. Núna um mitt sumar var Þorsteinn Már svo lánaðar til síns gamla félags Víkings þannig að í sumar spiluðu tvíburabræðurnir í fyrsta skipti saman í meistaraflokki. „Það var frábært að fá Steina bróður í liðið. Mér líður vel að hafa hann þarna nálægan, enda held ég að öll lið vilji hafa vinnuhest eins og hann,“ segir Steinar Már. Þorsteinn segir að það sé einmitt Steinar sjálfur sem sé vinnuþjarkurinn í liðinu. „Það er hans starf og hann er að sópa upp eftir okkur hina. Það er gaman að segja frá því að útlendingarnir í liðinu kalla hann „Machine“ eða vélmennið. Hann stoppar aldrei er sívinnandi á vellinum,“ segir Þorsteinn Már.

Lesa meira

30.10.2014

Torfi Karl Ólafsson gekk í gær til liðs við Víking Ólafsvík frá KR en samningur hans við Vesturbæjarliðið rann út fyrr í þessum mánuði.

Torfi þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík eftir að hafa verið á láni hjá félaginu sumarið 2012. Hann segir það hafa haft lykiláhrif á ákvörðunina um að skipta aftur til Víkings. „Ég spilaði náttúrulega með liðinu fyrir tveimur árum þegar við fórum upp í Pepsi-deildina eins og flestir stuðningsmenn muna sennilega vel eftir. Ég var mjög ánægður með allt í kringum liðið, hvort sem um er að ræða þjálfara, leikmenn, liðsstjórn eða stuðningsmenn. Ég veit því að hverju ég geng svo það hafði mikil áhrif á ákvörðun mína um að koma aftur til Ólafsvíkur.

Höfðu skiptin langan aðdraganda? „Nei í rauninni ekki – ég var samningslaus þann 16. október og í kjölfarið höfðu stjórnarmenn Víkings samband við mig. Nokkrum dögum seinna er þetta  klappað og klárt.

Torfi sleit krossband í hné í byrjun árs og lék þ.a.l. ekkert með KR-ingum í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Batinn gengur vel að hans sögn en hann er farinn að skokka rólega og sparka í bolta. En hvenær gerir Torfi ráð fyrir að vera kominn aftur af stað að fullu? „Ég fór í aðgerð í febrúar og batanum miðar nokkuð vel áfram að mínu mati. Þetta er búið að gerast hægt og rólega síðustu mánuði og það styttist vonandi að ég nái fullum styrk. Ég stefni að því að ná sem mestu af undirbúningstímabilinu og vil helst vera byrjaður að fá einhverjar mínútur í janúar. Ég þarf samt sem áður að hugsa vel um hnéð og passa að fara ekki fram úr mér. Fyrst og fremst vil ég vera í 100% standi næsta sumar en auðvitað vill maður byrja að spila sem fyrst. Þetta verður því allt að koma í ljós en ég er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fljótlega eftir áramót.

Víkingasveitin býður Torfa Karl hjartanlega velkominn og óskar honum velfarnaðar á vellinum.

Lesa meira

26.09.2014

Nú er þessu keppnistímabili lokið í 1. deild karla, en það endaði með vel heppnuðu lokahófi Víkings sem haldið var á Hótel Ólafsvík. Nokkrir leikmenn gerðu frábært myndband sem þeir léku sjálfir í og sló það í gegn. Farið var í stuttu máli yfir leiktímabilið og í framhaldi voru leikmenn heiðraðir.Tómasz Luba var kosinn besti leikmaður Víkings Ó 2014. Kristófer Reyes var kosinn efnilegasti leikmaður Víkings Ó 2014. Markahrókur 2014 var Eyþór Helgi Birgisson með 17 mörk, en til gamans má geta að markahrókur ársins 2003 var formaðurinn Jónas Gestur með 19 mörk. Formaður Víkingasveitarinnar færði fyrir hönd hennar stjórn Víkings veglegt gjafabréf vegna frábærrar samvinnu þetta fyrsta starfsár Víkingasveitarinnar. Mun það samstarf verða enn öflugra á næsta keppnistímabili 2015. Víkingur Ó hafnaði í 4. sæti með 36 stig en félaginu var spáð 3. sætinu. Er það frábær árangur miðað við að hafa misst frábæra leikmenn frá okkur. Jafnframt er sú vetraraðstaða sem Víkingur þarf að una við til háborinnar skammar og telja má það kraftaverk að vera þar sem Víkingur Ó er í dag.

Stjórn Víkingasveitarinnar þakkar öllum stuðningsmönnum Víkings Ó og öllum samstarfsaðilum fyrir frábært sumar, megum við verða enn öflugri að ári. Kv. Form.

Lesa meira

31.08.2014

 

Leik lokið hjá mfl. Kvenna með sigri Víkings Ó á Haukum 3 – 2. Með sigri tryggðu stelpurnar sér 4 sætið í

riðlinum með 23 stig. Til hamingju Víkingur Ó þetta er frábær árangur hjá ykkur. 

Lesa meira

28.08.2014

4. flokkur Snæfellsnes

Til hamingju drengir, þetta er frábær árangur að vinna 8 leiki af 9, og vera

 

komnir í úrslitakeppnina það gerist bara ekki glæsilegra.

 

Til hamingju með frábærann árangur.

Lesa meira

26.08.2014

Útkall þá meinum við Útkall, Víkingur Ó – Leiknir Föstudaginn 29. Ágúst kl. 18:30
Stórleikur á Ólafsvíkurvelli og einn þýðingamesti leikur okkar er á móti Leikni sem vermir efsta sætið deildarinnar og getur tryggt sig í pepsí með sigri. En það mun ekki gerast hér og það á Ólafsvíkurvelli. Nú er komið að öllum Félagsmönnum Víkingasveitarinnar og stuðningsmönnum nær og fær að taka frá þennan leik og mæta og hvetja þá meinum við hvetja okkar frábæra lið til sigurs gegn Leikni. Áfram Víkingur Ó.

Lesa meira

17.07.2014

Næstkomandi laugardag kl. 16:00 fáum við KA menn í heimsókn. KA menn hafa verið á góðri siglingu upp töfluna, nú er komið að okkur að stoppa það skrið, við höfum getu og vilja að klára það dæmi, en til þess, þá þurfa allir að mæta á Ólafsvíkurvöll og hvetja okkar frábæra lið til sigurs. Áfram Vīkingur Ó.

Lesa meira

13.07.2014

Í morgun fór Vagninn í sína fyrstu jónfrúarferð. Ferðinni var heitið til Ísafjarðar með annan flokk Víkings og var ökumaður og fararstjóri þessar ferðar gamalreyndur bifreiðarstjóri, Stefán Kristófersson.

Lesa meira

13.07.2014

Næstkomandi þriðjudag kl. 20:00 fáum við Hauka í heimsók.

Nú þurfa allir að mæta á Ólafsvíkurvöll og styðja við bakið á okkar liði.

Lesa meira

22.06.2014

Lesa meira

17.06.2014

 

Lesa meira
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013